Göt í eyru fyrir börn
Við götum börn frá 4 ára aldri. Við mælum almennt með því að bíða til 4 ára aldurs, vegna þess að eyrun eru þá í betri stærð og lögun til þess að gata og það eru minni líkur á því að gatið verði skakkt þegar barnið eldist.
Við götum börn frá 4 ára aldri. Við mælum almennt með því að bíða til 4 ára aldurs, vegna þess að eyrun eru þá í betri stærð og lögun til þess að gata og það eru minni líkur á því að gatið verði skakkt þegar barnið eldist.
Það er merkilegur áfangi að fá göt í eyrun í fyrsta skipti og því er gott að hafa nokkra hluti í huga til þess að allt gangi vel fyrir sig og að barninu líði sem best.
Eftir götun er eðlilegt að eyrað bólgni og verði jafnvel marið, það getur blætt úr gatinu í einhverja daga eftir á, eyrað getur verið aumt og það getur seitlað úr því ljós vökvi. Þetta eru allt merki um að gatið sé að gróa eðlilega. Þegar vefurinn í kring byrjar að gróa þá getur virst eins og lokkurinn sé fastur í eyranu, en það er allt í góðu og það á ekki að þvinga hann úr stað. Hann losnar af sjálfu sér þegar gatið er gróið. Það að hreyfa hann eða snúa honum býður bakteríum inn í sárið og eykur hættu á sýkingu eða öðrum vandamálum. Mikilvægt er að þrífa gatið einu sinni til tvisvar á dag með saltvatnslausn eða mildri sápu alveg þar til gatið er fullgróið.
Gatið getur virst gróið að utan áður en að það er fullgróið en vefurinn utan á grær fyrst og vefurinn inni í gatinu grær síðast. Þess vegna er mikilvægt að hafa eyrnalokkana í gatinu í að minnsta kosti þrjá mánuði. Eftir að lokkarnir eru teknir út í fyrsta skiptið þá getur gatið lokast frekar hratt þannig að mikilvægt er að hafa alltaf lokka í gatinu og skilja það ekki eftir tómt í allavega eitt ár eftir götun.
Saltvatnssprey er frábær leið til þess að þrífa ný göt hjá börnum vegna þess að það er auðvelt og fljótlegt í notkun og það þarf ekki að nota eyrnapinna né bómul og það þarf ekkert að snerta gatið. Það er ekki mælt með því að blanda sitt eigið saltvatn eða nota linsuvökva, augndropa eða svipaðar vörur, einungis saltvatn sem er með 0,09% salti. Ef að það er of mikið salt í vatninu þá getur það ert gatið og þurrkað upp húðina í kring.
Áður en þú snertir eða þrífur gatið skaltu þvo hendurnar vel. Spreyjaðu saltvatninu beint á gatið framan og aftan á, bæði kvölds og morgna. Ekki á að snúa lokknum né hreyfa hann, ekki þarf að nota eyrnapinna eða bómull heldur er nóg að spreyja bara beint á gatið. Ef þú vilt þurrka í kring þá máttu gera það varlega með hreinum pappír, en það er ekki nauðsynlegt. Þú skalt láta gatið alveg vera nema þegar þú ert að þrífa það.
- Komdu strax til okkar og leyfðu okkar að skoða málið. Við erum með margar stærðir af lokkum og oft er nóg að setja lengri lokk til þess að bólgan jafni sig. Ekki fikta í eyranu, ekki taka lokkinn úr og ekki bíða með að koma til okkar.
- Þetta er ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Það gerist stundum að svæðið í kringum gatið fái mar og þá getur blætt meira úr því en vanalega. Þetta lagast að sjálfu sér á nokkrum dögum. Gott er að setja klaka á svæðið í 10 mínútur í senn nokkrum sinnum á dag til þess að stoppa blæðinguna og minnka bólgu.
- Ekki hika við að heyra í okkur í gegnum samfélagsmiðla eða tölvupóst. Ef þú vilt fá svar sem fyrst þá geturðu komið til okkar, hringt í okkur í síma 4540041 eða sent okkur skilaboð í gegnum instagram.
- Komdu strax til okkar, við getum sett lokkinn aftur í fyrir þig. Lokkarnir eru skrúfaðir saman þannig að ef að barnið fiktar mikið í lokknum þá getur hann hægt og rólega skrúfast í sundur. Það er sniðugt að athuga reglulega með hreinum höndum hvort að lokkurinn sé ekki vel hertur og brýna það fyrir barninu að vera ekki að snerta lokkinn.
- Það er eðlilegt og ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Ef að vökvinn er grænn eða dökkgulur og barnið er með hita, ælir eða er með önnur einkenni þá gæti þetta verið byrjunin á sýkingu og þá skaltu fara með barnið til læknis. Ef þú ert óviss með eitthvað þá geturðu alltaf haft samband við okkur í gegnum instagram eða komið til okkar og leyft okkur að sjá.