„Að bjóða upp á hreint og öruggt umhverfi með persónulega upplifun er meginmarkmið okkar.“

Emma Body Art leggur mikla áherslu á að bjóða upp á faglega líkamsgötun en á sama tíma að viðhalda háum gæðaflokki frá APP (Association of Professional Piercers). Teymið okkar uppfærir stöðugt þekkingu sína og starfshætti varðandi öruggar verklagsreglur, efnisnotkun og þjónustu við viðskiptavini. Við hlökkum til að aðstoða þig og svara öllum spurningum þínum um götun.

Við hvetjum þig til að fylgjast með okkur á Instagram (@emma.bodyart), en þar finnur þú fullt af upplýsingum um götun, starfsfólkið okkar, vörur, ásamt myndum af götum og lokkum til að veita þér innblástur um þín eigin göt.

Eigandi og gatari

Emma Bélisle

Emma er eigandi Emma Body Art og aðalgatarinn okkar. Hún er frá Kanada og lærði þar að gata árið 2015. Hún stofnaði fyrirtækið sitt árið 2021 þar sem hún leigði herbergi á hárgreiðslustofu í Kópavogi. Þegar vinsældir hennar jukust tókst henni að opna sína eigin verslun á Hverfisgötu í Reykjavík, sem síðar flutti á Laugarveginn í enn stærra húsnæði.

Emma hefur reynslu af öllum götum á eyrum, nefi, andliti, gerivörtum, nöflum, dermal og kynfæragötun.

Emma elskar að gata með gegnheilu gulli. Hún er mjög hrifin af hvítum tópas, citrine steinum og mánasteinum.

Gataralærlingur

Dagný Anna

Dagný hefur unnið hjá Emma Body Art síðan 2022 og byrjaði að læra götun hjá Emmu haustið 2024. Dagný er mest að gata eyru, nef, nafla og geirvörtur.