Eftirmeðferð

Pakkað dauðhreinsað saltvatn er það eina sem þú átt að nota til að hreinsa ný göt. Að blanda saltvatnslausn heima er ekki ráðlögð aðferð samkvæmt APP stöðlum & mælum við hjá Emma Body Art því ekki með því. Linsuvökva, augndropa og aðrar saltvatnsvörur ætti aldrei að nota á líkamsgöt. Saltvatnlausnin þín ætti einungis að innihalda 0,09% natríumklóríð. Að blanda þína eigin saltvatnslausn leiðir oft til þess að lausnin verður of sölt. Þessi lausn getur valdið ofþurrk og truflað heilu ár ferlið. Við seljum pakkað dauðhreinsaða saltlausn í versluninni okkar, bæði á Laugavegi 52 og í vefverslun.

LEIÐBEININGAR

HVERNIG?

Saltvatnssprey : Sprautaðu framan og aftan á gatið tvisvar á dag án þess að nota eyrnapinna eða bómull. Þurrkið síðan svæðið varlega með grisju eða hárblásara á vægri og kaldri stillingu.

HVERSU LENGI?

Gróunartími:

Eyrnasneplar: 3-6 mánuðir

Helix: 6-9 mánuðir

Forward helix: 6-9 mánuðir

Flat helix: 6-9 mánuðir

Tragus: 6-9 mánuðir

Conch: 6-9 mánuðir

Rook: 6-9 mánuðir

Daith: 9-12 mánuðir

Industrial: 9-12 mánuðir

​Nipplur: ca. 6 mánuðir  

Nafli: ca. 6 mánuðir

Nasir: 6-9 mánuðir

Septum: 3-6 mánuðir

Augabrún: 3-6 mánuðir 

Tunga: 3-6 mánuðir 

Smiley: ca. 3 mánuðir

Varir:  ca. 6 mánuðir 

Kynfæri: ca. 3 mánuðir


Ath. þetta eru einungis viðmið. Fólk grær mis hratt og gatið þitt gæti tekið lengri tíma að gróa en það sem hér stendur.

HVERJU Á ÉG AÐ BÚAST VIÐ?

Vika 1 til 6: Einhverjar blæðingar, staðbundin bólga, eymsli eða marblettir.

Vika 1 til 12:  Einhver mislitun, kláði, seyting hvítguls vökva (ekki gröftur) sem getur myndað skorpu á skartgripnum. Vefurinn gæti herpst í kringum skartgripina þegar hann grær.

  • Gat gæti virst gróið áður en ferlinu er lokið. Þetta er vegna þess að vefurinn grær utan frá og inn: Þó að þér líði vel, er innviðið enn viðkvæmt. Vertu þolinmóð/ur og haltu áfram að þrífa allan  gróunartímann.

Ábendingar og ráð

Ábendingar meðan að gatið grær!

  • Þvoðu hendurnar áður en þú snertir götin, láttu gatið í friði nema þegar þú þrífur það. Það er ekki nauðsynlegt að snúa skartgripunum þínum.
  • Líkamleg hreyfing á meðan gatið er að gróa er í fínu lagi; hlustaðu bara á líkamann þinn.
  • Gakktu úr skugga um að rúmfötin þín séu þvegin og skipt um þau reglulega. Notaðu hreinan, þægilegan fatnað sem andar vel og verndar götin á meðan þú sefur.
  • Sturtur eru taldar vera öruggari en að fara í bað, þar sem baðker geta hýst bakteríur. Ef þú baðar þig í baðkari skaltu þrífa gatið vel fyrir hverja notkun og hreinsa gatið vel eftir að þú ert búin.

*Photo by Buddha Jewelry Organics

Sérstakar upplýsingar fyrir naflagöt!

  • Harður, loftlaus augnplástur (seldur í apótekum) má setja undir þröngan fatnað (svo sem nælonsokka) eða festa með teygjubindi um líkamann (til að forðast ertingu vegna líms). Þetta getur verndað svæðið fyrir þröngum klæðnaði, mikilli ertingu og áhrifum líkamsræktar eins og snertiíþróttir.

Hvað þarf að forðast!

  • Forðastu að þrífa með alkóhóli, vetnisperoxíði, bakteríudrepandi sápum, joði eða öðrum sterkum efnum, þar sem það getur skemmt nauðsynlegar frumur. Forðastu einnig smyrsl sem geta komið í veg fyrir nauðsynlegt loftflæði.
  • Forðastu Bactine®, og aðrar vörur sem innihalda benzalkónklóríð (BZK). Þetta getur verið ertandi og er ekki ætlað til langtíma sárameðferðar.
  • Forðist of mikil þrif. Þetta getur seinkað gróanda og valdið of mikilli ertingu.
  • Forðastu núning frá fötum, óhóflegar hreyfingar á svæðinu, leik með skartgripina eða kröftug þrif. Þetta getur valdið myndun óásjálegs og óþægilegs örvefs, örmyndun og annarra fylgikvilla.
  • Forðastu alla snertingu við munn og snertingu við líkamsvökva annarra á eða nálægt götunum þínum á meðan þau eru að gróa.
  • Forðastu streitu og neyslu fíkniefna, þar með talið óhóflegt koffín, nikótín og áfengi.
  • Forðastu að sökkva gatinu/götunum í vötn, laugar, heita potta o.s.frv. Eða verndaðu götin með vatnsheldu sáraþéttiefni. Þetta er fáanlegt í flestum apótekum og virkar best fyrir geirvörtur, nafla og Dermal götun.
  • Forðastu allar snyrtivörur og aðrar húðvörur á eða í kringum gatið, þar með talið snyrtivörur, húðkrem og sprey o.s.frv.
  • Ekki hengja skraut eða neina hluti á skartgripina þína fyrr en götin eru að fullu gróin.
  • Að sofa beint á brjóskgötum á meðan gatið er að gróa getur pirrað og jafnvel valdið breytingum á gatinu. Það getur verið gagnlegt að setja ferðapúða ofan á koddann og setja síðan eyrað í opið.

Upplýsingar um skartgripi!

  • Hafðu samband við gatarann þinn til að fá skartgripi sem eru ekki úr málmi ef fjarlægja þarf málmskartgripina tímabundið (svo sem fyrir læknisaðgerð).
  • Ekki fjarlægja skartgripina. Jafnvel gróin göt sem þú hefur haft í mörg ár geta minnkað eða lokast á nokkrum mínútum! Ef skartið er fjarlægt getur það verið erfitt eða ómögulegt að setja það aftur í. 
  • Ef þú ákveður að þú viljir ekki lengur hafa götin skaltu einfaldlega fjarlægja skartgripina (eða fá fagmann til að fjarlægja þá) og halda áfram að þrífa götin þar til þau lokast. Í flestum tilfellum ætti aðeins lítið ör að verða eftir.
  • Ef grunur leikur á að um sýkingu sé að ræða, gætu gæðaskartgripir eða viðeigandi staðgengill verið skilinn eftir til að leyfa sýkingunni að gróa ef læknirinn þinn samþykkir það. Í mjög sjaldgæfum tilfellum, þegar skartgripirnir eru fjarlægðir, lokast yfirborðið, sem getur lokað sýkingunni inni og valdið ígerð. Þar til sýking hefur verið hreinsuð skaltu ræða við lækninn þinn hvort þú ættir að skilja eftir skartgripina.

Hvað er rakakýli og hvernig kem ég í veg fyrir það?

Mikilvægt er að halda nýju gati þurru. Við mælum með að fara ekki í sund, sjó, gufubað eða aðra staði þar sem gatið er umlukið vatni eða miklum raka, 3-6 vikum eftir að hafa fengið nýtt gat. Best er að forðast eins mikinn raka og bleytu á meðan gatið er að gróa.  Ef raki safnast fyrir á og í kringum gatið getur sýkingarhætta aukist.  Algengasta vandamálið sem við sjáum hjá fólki sem passar ekki að halda götunum þurrum er rakakýli (e. moisture irritation bump) aftan á gati á eyrnasnepli. Þessi kýli geta verið misstór og gert eyrað mjög aumt. Vökvi getur lekið úr því og blætt ef það verður fyrir hnjaski. Alls ekki kroppa í eða kreista kýlið! Hvað get ég gert til þess að laga rakakýlið? Ekki hafa áhyggjur Rakakýlið er óþægilegt en tímabundið ástand. Til að laga eða koma í veg fyrir rakakýli skaltu fylgja þessum reglum:

Hvað er rakakýli og hvernig kem ég í veg fyrir það?

1. Aldrei  snerta gatið af ástæðulausu. Bara má snerta það þegar skipta þarf um lokk eða þrífa það.

-2. Þurrkið eyrað eftir sturtu. Notið hreina þurrku eða hárblásara til þess að þurrka eyrað. Ekki nota eyrnapinna eða handklæði.

-3. Alls ekki fara að sofa með blautt hár. Blauta hárið liggur upp við eyrað og býr til góðar aðstæður fyrir bakteríur að þrífast.

-4. Þrífið gatið á hverjum degi með mildri sápu  eða saltvatni. Fyrir bestu útkomuna er gott að þurrka eyrað með hárblásara eftir að hafa þrifið það.

-5. Verið með lokk í gatinu sem er annað hvort úr títaníum eða 14 karata (eða hærra) gulli. 

-6. Sýnið þolinmæði. Að losna við kýli á gatinu sínu getur tekið langan tíma. Ekki reyna neinar töfralausnir eða taka ráð frá handahófskenndu fólki á netinu. Dæmi um efni sem eiga aldrei að fara á gatið en fólk á netinu mælir með: spritt, salicylic sýra, matarsódi, maukaðar verkjatöflur, og margt fleira. Ekki taka ráðum frá neinum nema frá lærðum gatara eða götunarstofu. 

Extra pro tips

When it comes to body art, one of the most popular forms is piercing. Whether it's a simple earlobe piercing or a more intricate body piercing, proper aftercare is essential for safe and effective healing. At Emma Body Art, we understand the importance of providing high-quality aftercare products that promote optimal healing and ensure your piercing looks and feels its best.

After getting a piercing, it's crucial to follow a strict aftercare routine to prevent infections, reduce healing time, and maintain the longevity of your piercing. Here are some key steps to include in your piercing aftercare regimen:

1. Cleanse with a Saltwater Solution

Using a saltwater solution is a gentle and effective way to cleanse your piercing, twice a day. This helps remove any debris and promotes healing.

2. Avoid Touching or Rotating the Jewelry

It's important to resist the temptation to touch or rotate your piercing jewelry. This can introduce bacteria and disrupt the healing process. Leave the jewelry untouched unless necessary for cleaning or changing. If you need to touch it, make sure your hands are clean and use a gentle touch.

3. Avoid Submerging in Pools or Hot Tubs

While it may be tempting to take a dip in a pool or hot tub, it's best to avoid submerging your piercing until it's fully healed. Pools and hot tubs can harbor bacteria and chemicals that can irritate your piercing and increase the risk of infection. Stick to showering and avoid exposing your piercing to excessive moisture.

4. Be Mindful of Clothing and Hair Products

During the healing process, be cautious of clothing and hair products that may come into contact with your piercing. Avoid tight or restrictive clothing that can rub against the piercing and cause irritation. Additionally, be mindful of hair products such as hairspray or gel that can potentially irritate the piercing. Keep the area clean and free from any potential irritants.

5. Follow the Healing Timeline

Every piercing has a different healing timeline, and it's essential to be patient and follow the recommended healing period. Avoid changing or removing the jewelry prematurely, as this can disrupt the healing process and increase the risk of complications. Consult with a professional piercer or refer to our store's guidelines for specific healing timelines.

By following these aftercare steps and using high-quality aftercare products, you can maximise your healing success rate.

Why not use q-tips while healing and cleanding?

Q-Tips can be irritating when used. Often, excessive pressure is applied when using Q-Tips, which can be too harsh. It's crucial to be gentle with healing piercings; being aggressive with piercing wounds can delay healing and cause irritation bumps. Using Q-Tips can cause cotton fibers from the cotton swab to break loose and move into the piercing wound, potentially causing irritation or infection. They are frequently used on dry crusties, which can lead to wounds and harm the piercing. Spray salt water directly onto the piercing, then carefully dry it with toilet paper or gauze. After a warm shower, use your fingertips instead of nails to avoid creating wounds or causing discomfort to the healing piercing. Gently tap off the crusts, as the warm shower softens them, making it safe to remove.