Gerðu vel við þig

Skart fyrir hversdaginn

Fyrir öll, alla daga

Hvernig fer tíminn fram?

Skref 1

Vinsamlegast skráðu þig inn hjá móttökunni þegar þú kemur. Þar færðu skráningarform til útfillingar.

Skref 2

Stílistinn okkar mun aðstoða þig við að velja rétta skartið fyrir þig.

Skref 3

Við munum undirbúa allt sem þarf fyrir götunina og dauðhreinsa öll verkfæri og skartgripina í dauðhreinsunarþrýstihylkinu okkar (e. autoclave).

Skref 4

Gatarinn mun ræða viðeigandi umhirðu fyrir gatið sem þú ert að fá.

Skref 5

Með samráði við gatarann finnið þið rétta staðsetningu gatsins. Húðin er sótthreisnuð.

Skref 6

Gatið er gert með nál, lokkurinn settur í og tímanum þínum lýkur.

Hvernig getum við aðstoðað?

Spurt og svarað

Munið að tímaramminn sem gefinn er upp á noona.is er einungis til hliðsjónar. Lengd tímans fer eftir því hversu lengi þú ert að velja skartið, og hvernig götunarferlið gengur. Sumt fólk þarf meira tíma en annað.

Tíminn sem þú bókar er tíminn þar sem þú mætir til okkar og stílistinn byrjar að hjálpa þér að velja skart. Eftir að skartið er valið þar að dauðhreinsa það sem getur tekið allt að 8 mínútur.

Stytting pinna

Það er algengt að eyrað bólgni eftir götunina og þess vegna götum við alltaf með löngum pinna. Þannig komum við í veg fyrir að skartið sé of þröngt. Þegar bólgan fer getur þú komið og látið stytta pinnann í lokknum.

Meira um styttingu pinna...

Að stytta pinnann er nauðsynlegt fyrir gott og þægilegt heilunarferli sumra gata. Eftir að bólgan fer og ef pinninn er of langur, getur hann flækst auðveldlega í hári og fötum sem mun gera heilunarferlið lengra og erfiðara.

Afbókunarreglur

Afbóka þarf alla tíma með a.m.k. 24 klst fyrirvara. Ef þú mætir ekki í tímann þinn, eða afbóka með minna en sólarhringsfyrirvara þarft þú að borga 5000 kr afbókunargjald.

Afbókunargjald fyrir "Ear Glow Up" og kynfæragötun er 10.000 kr.

Hópbókanir

Tímabókanir á noona.is eru einstaklingstímar. Ef þið eruð mörg saman sem vilja göt á sama tíma getið þið pantað hóptíma með því að senda okkur tölvupóst. Afbókunargjald á hóptímum er 10.000 kr ef ekki er látið vita með meira en 24 klst fyrirvara.

Fyrirspurnir

Ef þig vantar aðstoð eða ert með spurningar getur þú haft samband við okkur í gegnum samfélagsmiðla eða tölvupóst questions@emmabodyart.is. Svarað verður á 24 til 48 klst og einungis á virkum dögum.

Einnig er hægt að hringja í okkur á opnunartíma í síma 454 0041 .

Opnunartímar

Laugavegur 52, 101 Reykjavík, Iceland

Opið alla virka daga kl. 12-18
Laugardaga kl. 12-16
Sunnudaga - Lokað